Þetta er fangelsið sem Bandaríkjamenn sendu mörg hundruð meinta meðlimi glæpagengja í nýlega eftir að hafa samið við Nayib Bukele, forseta El Salvador, um viðtöku þeirra.
Fangelsið hefur verið gagnrýnt fyrir brot á mannréttindum og ásakanir hafa komið fram um að þar séu pyntingar stundaðar. Það er einmitt á þeim grunni sem athygli margra beinist að fyrrnefndri mynd.
Á myndinni sést eitthvað sem líkist „stórum rauðum bletti“ og „hrúgu af einhverju“ við hliðina á blettinum.
Þetta hefur kveikt undir kenningum um að fangar séu teknir af lífi þarna og rauði bletturinn sé blóð. En það er rétt að taka fram að engar sannanir eru fyrir hendi um að svo sé en samt sem áður er þessi samsæriskenning á miklu flugi þessa dagana.
Ef maður þysjar inn á myndinni af Terrosism Confinement Center (CECOT) í El Salvador, sjást rauð svæði vil L-laga byggingu við norðurhlið fangelsisins. Myndin er frá því í mars 2024 og er aðgengileg á Google Maps.
Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna rauða bletti og óskilgreinda „hrúgu af einhverju“ í fangelsisgarðinum.
Jack Jones, sem er með um 150.000 fylgjendur á Instagram, segir að hann sjái ekki annað en að það sé blóð á jörðinni og hrúga af líkum.
Sömu vangaveltur hafa verið settar fram á Reddit.
En sumir benda á að vegna lítillar upplausnar myndarinnar, sé erfitt að skera úr um hvað sést á henni. Hrúgan geti verið múrsteinar, matarafgangar eða jarðvegur. Rauði liturinn geti verið olía eða skítugt vatn.