Gift þriggja barna deildi myndbandi á TikTok þar sem hún sagðist rukka eiginmanninn vikulega fyrir þá vinnu sem hún innir af hendi á heimilinu og í móðurhlutverkinu.
Amber Egan er heimavinnandi húsmóðir og sagðist hún sem dæmi rukka 35 dali fyrir hverja þvottavél og 20 dali fyrir hverja notkun á uppþvottavélinni. Myndbandið varð „viral“, fékk 4,6 milljón áhorf og mikil umræða skapaðist í athugasemdum.
@amberaudrey_96 How I’m able to be the breadwinner as a stay at home mom. This is just what works for us 🤷🏻♀️ #sahmsoftiktok #sahmtok #stayathomemom #stayathomemomlife #stayathomemoms #breadwinner #sahmomsbelike #sahmjobs #sahmjob ♬ original sound – Amber Audrey ✨
Egan lýsti því síðan yfir að myndbandið væri brandari, en ætlun hennar hafi samt verið að vekja meiri athygli á vinnunni sem heimavinnandi húsmæður sinna án þess að fá laun fyrir.
Mæðrahlutverkið og heimilisstörf eru vinna, punktur.
Egan segist fá fullan stuðning eiginmanns síns, en hún vildi vekja athygli fyrir aðrar mömmur sem gætu fundið fyrir því að vinna þeirra séu vanmetin.
Í myndbandinu deilir Egan sundurliðun á því hvað þjónusta hennar myndi kosta ef hún rukkaði fyrir hana. Sundurliðunin var sem hér segir:
20 dalir fyrir hverja notkun á uppþvottavélinni, sem er 2-3 vélar á dag fimm daga vikunnar, 35 dalir fyrir hvern þvott, fjórum sinnum í viku
60 dalir fyrir þrif á baðherberginu, tvisvar í viku
100 dalir fyrir gólfþrif, tvisvar til þrisvar á dag, fimm daga vikunnar
800 dalir fyrir heimaskólakennsla á viku
150 dalir fyrir hvert barn fyrir að sækja/skutla á viku
75 dalir matvöruinnkaup vikulega
50 dalir sem persónulegur matreiðslumaður hverja máltíð (hádegisverður og kvöldverður) sem jafngildir 10 sinnum í viku
200 dalir brjóstagjöf vikulega
10 dalir daglega fyrir að sópa, fimm sinnum í viku
Samanlagt er þetta 2700 dalir vikulega.
Tilgangurinn, segir Egan við People, er ekki að skamma eiginmenn, heldur frekar að vekja athygli á allri andlegu og líkamlegu ólaunuðu vinnunni sem heimavinnandi húsmæður sinna.
„Mig langaði að gera það þannig að mömmur sem eru heima gætu fundið fyrir því að þær sjáist og vita þá líka að bara af því að þú ert ekki að koma með launaseðil heim þá þýðir það ekki að þú sért ekki að vinna vinnu sem er verðmæt á sama tíma,“ segir Egan. „Ég vil segja mömmum að þó að þú fáir ekki peninga þýðir það ekki að þú sért ekki að gera eitthvað sem veitir einhverjum mikið gildi.“
Egan fæddi yngsta barnið sitt fyrir aðeins þremur mánuðum. Hún stendur frammi fyrir mörgum af sömu áskorunum og flestar heimavinnandi mæður, sem er bæði andlegt og líkamlegt álag.
„Þú heldur að það að vera heimavinnandi mamma þýði að þú fáir að verja öllum deginum með börnunum þínum. Eins og, „Ó, þú þværð þvott og þú vaskar upp og þú eldar, það er ekki erfitt.“ Allir þessir hlutir eru álag,“ segir hún. „Þá verður þú líka að bæta andlegu álaginu á það. Það er mögulegt að þú sért ekki bara að ná þér eftir fæðingu í nokkra mánuði, þú gætir verið mörg ár að ná þér. Bara það spilar stóran þátt, sérstaklega í því að missa sjálfsvitundina.“
Egan sagði að þó að myndbandið hennar væri hugsað sem brandari, hefðu margir tengt við efnið og sýnt henni stuðning.
„Þetta var algjör brandari. Mér fannst þetta fyndið og sagði manninum mínum það. Sem betur fer er þetta ekki innblásið af manninum mínum. Hann er yndislegur, ótrúlegur og allt það frábæra. Þetta var bara algjört grín. Ég þarf ekki að rukka hann fyrir þjónustuna mína, því hann er góður við mig.“
Myndband Egan sýnir allar andlegar og líkamlegar áskoranir móðurhlutverksins. Í samtali við People bendir hún á einangrunina sem heimavinnandi mæður geta fundið fyrir þegar þær annast börn sín og deilir ráðum sínum um hvernig hún byggir sig innan um allan ringulreiðina.
„Að vera heimavinnandi mamma er mjög einangrandi og þú missir ákveðinn hluta af sjálfri þér. Ég legg til að aðrar mömmur finni eitthvað sem nærir þær. Ég hlusta á Chris Stapleton á hverjum degi. Hann vekur mig aftur til lífsins. Það er mitt mál, og það lætur mér líða eins og Amber. Ég er ekki mamma, ég er ekki eiginkona, ég er ekki þetta, ég er ekki ég sem deili tónlist.
Bara vegna þess að þú ert ekki að koma með launaseðil heim þýðir það ekki að þú sért ekki að veita heimilinu þínu dýrmæta vinnu. Að eiga stuðning í manninum mínum gerir það auðveldara fyrir mig að geta tjáð mig um önnur mál líka.“