fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Trump birti lausbeislaða páskakveðju sem er full af upphrópunum og uppnefnum – „Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar“

Pressan
Sunnudaginn 20. apríl 2025 16:30

epa08845162 US President Donald J. Trump speaks in the Diplomatic Room of the White House on Thanksgiving in Washington, DC, USA, 26 November 2020. EPA-EFE/Erin Schaff / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag páskakveðju til þjóðar sinnar sem mörgum þykir frekar vanstillt. Páskakveðjan birtist á samfélagsmiðli Trump, Truth Social, en þar segir:

„Gleðilega páska allir, þar með talið öfgafullu vinstribrjálæðingarnir sem eru að berjast og plotta með kjafti og klóm til að koma morðingjum, fíkniefnabarónum, hættulegum föngum, geðveikum og vel þekktum meðlimum í MS-13 genginu og heimilisofbeldisseggjum, aftur inn í landið okkar. Gleðilega páska AUMU og ÓSKILVIRKU dómarar og lögreglufulltrúar sem eru að leyfa þessari illu aðför að þjóð okkar að viðgangast, árásir sem eru svo ofbeldisfullar að þeim verður aldrei gleymt.“

Næst beindi Trump spjótum sínum að forvera sínum, Joe Biden, sem hann uppnefnir sem Syfjaða Jóa. Trump segir að Biden hafi verið vanhæfasti forsetinn í sögu Bandaríkjanna og að stefnu hans í innflytjendamálum verði minnst sem einnar verstu hörmungar sem Bandaríkin hafa látið ganga yfir sig. Eins ítrekaði Trump þá skoðun sína að Biden hafi svindlað í kosningunum árið 2020 og kallar hann fábjána.

Hann lauk svo páskakveðjunni á jákvæðari nótum.

„Ég óska ykkur öllum, með mikilli ást, einlægni og hlýju, gleðilegra páska.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Veitingastaður á Spáni bauð upp á endur sem voru alls ekki endur

Veitingastaður á Spáni bauð upp á endur sem voru alls ekki endur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig