fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Starfaði áratugum saman fyrir CIA og trúir því að Hitler hafi ekki látið lífið í neðanjaðarbyrginu – „Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna“

Pressan
Sunnudaginn 20. apríl 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), Bob Baer, segir að vísbendingar séu að hlaðast upp sem bendi til þess að einræðisherrann Adolf Hitler hafi sviðsett dauða sinn í Þýskalandi og í kjölfarið flúið til Argentínu.

Baer starfaði við njósnir í 21 ár og samkvæmt DailyMail gæti þurft að uppfæra opinbera útgáfu sögunnar um andlát Hitlers fljótlega en yfirvöld í Argentínu hafa boðað birtingu skjalasafna um nasista sem flúðu þangað til lands eftir seinni heimsstyrjöldina. Að mati Baer munu þau skjöl afhjúpa tengsl á milli þáverandi ríkisstjórnar Argentínu og Hitlers.

Eins telur Baer að skjölin muni sýna að nasistar í Argentínu hafi gert tilraun til að endurbyggja þar Fjórða-ríki Hitlers, og það með blessun yfirvalda sem meðal annars hafi stutt fjárhagslega við byggingu felustaðar nasista í Misiones-héraði, byggingu sem fannst við fornleifauppgröft árið 2015, og svo hafi þáverandi forseti, Juan Perón, stutt fjárhagslega við kjarnorkurannsóknarstofu á afskekktri eyju, en rannsóknarstofan var undir stjórn nasista.

Baer hefur áður tjáð sig um fornleifauppröftinn sem hann segir mjög áhugaverðan. Þar hafi fundist nasistaminjagripir á borð við þýskar myntir frá seinni heimsstyrjöldinni. Eins hafi staðsetningin verið grunsamleg. Þarna var byggð húsaþyrping í miðju einskismannslandi.

„Ef þú ætlaðir að fela Hitler, þá myndir þú gera það þarna,“ sagði Baer við DailyMail.

Almennt er talið að Hitler og nýbökuð eiginkona hans, Eva Braun, hafi svipt sig lífi í neðanjaðarbyrgi Hitlers í apríl 1945 þegar sovéski herinn nálgaðist Berlín. Lík þeirra voru þó svo illa farin að sovéskir embættismenn báru kennsl á hjónin út frá tönnum þeirra.

Skömmu eftir meint andlát Hitlers fóru kenningar á kreik um að hann hefði í raun sloppið. Hann hefði, eins og margir aðrir nasistar, komið sér til Argentínu. Mögulega hafi hann sloppið í gegnum göng, komið sér svo með flugi til Kanaríeyja og þaðan um borð í kafbát til Suður-Ameríku.

Líkamsleifar Hitlers og Braun voru geymdar í Austur-Þýskalandi en Sovétmenn eyðilögðu leifar Hitlers í kringum árið 1970 og það eina sem stóð eftir var kjálkabein og brot úr hauskúpu. Árið 2009 var gerð erfðafræðileg greining á höfuðbeininu og kom í ljós að það tilheyrði í raun konu.

Á þessu ári léttu Bandaríkin svo leynd af skjölum þar sem fram kemur að árið 1955 fékk CIA mynd af manni sem þykir sláandi líkur Hitler. Myndin var tekin í Kólumbíu. Annað skjal bar yfirskriftina: „Felustaður Hitlers í Argentínu“. Það skjal er frá árinu 1945 og lýsir heilsuhóteli í Las Falda, Argentínu, sem var í eigu stuðningsmanna Hitlers.

CIA hefur þó einnig birt krufningarskýrslu sem staðfestir dauða Hitlers í neðanjaðarbyrginu.

Baer tekur fram að eftir að CIA fékk myndina senda árið 1955 var íhugað að hefja rannsókn, þó svo að erfitt yrði að hafa uppi á manni út frá einni mynd. Þetta sýni þó að CIA hafi trúað því að Hitler hefði mögulega komist undan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Veitingastaður á Spáni bauð upp á endur sem voru alls ekki endur

Veitingastaður á Spáni bauð upp á endur sem voru alls ekki endur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig