fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Pressan
Sunnudaginn 20. apríl 2025 21:30

Millard-feðgarnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 29. nóvember 2012 fannst milljónamæringurinn Wayne Millard látinn á heimili sínu í Toronto í Kanada. Það var sonur hans, Dellen Millard 27 ára, sem fann föður sinn látinn og tilkynnti til lögreglunnar. Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að um sjálfsvíg hefði verið að ræða. Dellen sagði að faðir hans hefði verið þunglyndur og hefði glímt við áfengissýki.

Samkvæmt frétt BBC sagði Dellen að faðir hans hefði borið þungar byrðar sem hann vissi ekki af. Hann hafi ekki viljað deila þeim með honum.

Dellen erfði föður sinn en arfurinn nam mörgum milljónum dollara auk flugfélags sem faðir hans hafði ætlað að byggja upp og gefa Dellen.

Sex mánuðum eftir hið meinta sjálfsvíg hvarf maður að nafni Tim Bosma. Það var fyrsti atburðurinn í röð atburða sem komu upp um skuggalegt leyndarmál Dellen. Bosma hafði auglýst bíl sinn til sölu á netinu. Dellen svaraði auglýsingunni og fór með vini sínum, Mark Smich, til að hitta Bosma heima hjá honum í Hamilton í Ontario. Bosma féllst á að fara með þeim í smá bílferð en úr henni sneri hann ekki aftur.

Viku síðar fann lögreglan bíl Bosma á landareign í eigu móður Dellen. Bíllinn hafði verið nær eyðilagður en inni í honum fann lögreglan ummerki um að skotum hefði verið hleypt af sem og blóðslettur. Dellen og Smich voru því handteknir.

Því næst fór lögreglan að rannsaka fortíð Dellen, andlát föður hans og hvarf Laura Babcock, sem Dellen hafði átt í ástarsambandi við, en hún hvarf þremur mánuðum áður en faðir hans lést. Í ljós kom að hún hafði lent á milli í sambandi Dellen og þáverandi unnustu hans. Dellen hafði sent unnustu sinni skilaboð þar sem hann sagðist fyrst ætla að særa Laura, síðan ætlaði hann að fá hana til að fara og því næst myndi hún hverfa úr lífi þeirra.

Laura hefur ekki fundist en nokkrum dögum eftir hvarf hennar keypti Dellen brennsluofn og því telur lögreglan að hann og Smich hafi brennt lík hennar og lík Bosma en það hefur ekki heldur fundist.

Þeir félagar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi 2016 fyrir morðið á Bosma og síðar fengu þeir annan lífstíðardóm fyrir morðið á Laura.

Í kjölfar dómanna ákvað lögreglan að rannsaka andlát föður Dellen aftur. Kom þá fljótlega í ljós að hann hafði ekki tekið eigið líf heldur verið myrtur. Lögreglan fann DNA úr Dellen á skammbyssunni sem var notuð til að skjóta föður hans en hún fannst við hlið líksins. Byssan hafði verið keypt á svarta markaðnum af Dellen.

Dellen var því dæmdur í þriðja lífstíðarfangelsið fyrir að hafa myrt föður sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei

Musk sendi áhrifavaldi einkaskilaboð og bað hana að eignast með sér barn – svo refsaði hann henni þegar hún sagði nei
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi

Ekki sjálfsagður réttur að heimsækja Bandaríkin heldur forréttindi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Veitingastaður á Spáni bauð upp á endur sem voru alls ekki endur

Veitingastaður á Spáni bauð upp á endur sem voru alls ekki endur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig