fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Pressan

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%

Pressan
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 11:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverska ríkissjónvarpið segir að Bandaríkin þurfi að hætta að væla um að vera fórnalamb eftir að hafa fengið sér „ókeypis far með lest alþjóðavæðingar“. Miðillinn vísar þarna í viðbrögð Donald Trump og ríkisstjórnar hans við hefndartollum sem Kína hefur lagt á bandarískan innflutning.

Miðillinn China Daily, sem flytur fréttir á ensku og er á vegum kínverska kommúnistaflokksins, birti á dögunum leiðara þar sem Donald Trump er sakaður um að blekkja kjósendur sína með því að mála upp þá mynd að Kína svindli á Bandaríkjunum í viðskiptum. „Það er enginn að svindla á neinum. Vandinn er sá að Bandaríkin hafa eytt um efni fram áratugum saman. Þjóðin neytir meira en hún framleiðir. Þeir hafa útvistað framleiðslu sinni og fengið peninga að láni til að viðhalda hærri lífsæðum en þeir á heimtu á miðað við framleiðni. Það hefur ekki verið svindlað á þeim heldur hafa Bandaríkin tekið sér ókeypis far með lest alþjóðavæðingarinnar.“

Leiðarinn sagði enn fremur: „Bandaríkin ættu að hætta að væla yfir því að vera sjálf fórnarlamb alþjóðlegra viðskipta og þess í stað binda endi á duttlungafulla og eyðileggjandi framkomu sína.“

Talsmaður bandaríska forsetaembættisins, Karoline Leavitt, sagði í gær að boltinn væri hjá Kína hvað varðar tollastríðið. „Kína þarf að ganga til samninga við okkur. Við þurfum ekki að semja við þau. Það er enginn munur á milli Kína og annarra ríkja, fyrir utan stærðina.“

Utanríkisráðuneyti Kína var fljótt að svara fyrir sig og segir í yfirlýsingu að Bandaríkin hafi skotið fyrsta skotinu í þessu tollastríði. Kínversk yfirvöld hafi tekið skýrt fram að þetta stríð sé þeim þvert um geð, en þau óttist Bandaríkin ekki og muni svara fyrir sig.

„Ef Bandaríkin virkilega vilja leysa þennan vanda með samtali og samningaviðræðum þá ættu þau að hætta að beita þessum gífurlega þrýstingi, hætta að hóta og kúga, og tala við Kína á jafningjagrundvelli, af virðingu til hagsbóta beggja þjóða.“

Bandaríkin hafa lagt 145% tolla á kínverskan innflutning og Kína hefur lagt 125% á bandarískan innflutning. Hvíta húsið boðaði í dag frekari hækkun tolla sem gætu farið allt upp í 245%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír