The Independent segir að maðurinn hafi verið handtekinn grunaður um að hafa verið á svæði þar sem hann mátti ekki vera, að vera nakinn á almannafæri og fyrir að vera undir áhrifum vímuefna.
ABC7 hefur eftir lögreglunni að um kanadískan ríkisborgara sé að ræða.
Upptökur, sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum, sýna manninn standa allsnakinn á þaki Tiana‘s Palace.