fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

71 árs Bandaríkjamaður handtekinn – Var með sjö tígrisdýr heima hjá sér

Pressan
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Mitchell, 71 árs, sem býr í Nevada í Bandaríkjunum var handtekinn í síðustu viku í kjölfar þess að lögreglan fann sjö tígrisdýr heima hjá honum. Karl segir að fólki stafi ekki hætta af dýrunum og að hann hafi haldið þau til að fá „tilfinningalegan stuðning“.

Það var á miðvikudaginn sem lögreglan mætti heim til Karls i Pahrum í Nye County og fann tígrisdýrin. NBC News skýrir frá þessu.

Joe McGill, lögreglustjóri, sagði í samtali við NBC News að lögreglunni hafi borist fjöldi tilkynninga í gegnum árin um að sést hefði til Karls á ferð með tígrisdýr, bæði á landareign hans og í eyðimörkinni.

Lögreglan segir að hann hafi ekki haft tilskilin leyfi til að halda tígrisdýr og auk þess hafi hann brotið aðrar reglur tengdar dýrahaldi. Meðal annars með því að leyfa fólki að vera nálægt dýrunum en hann deildi upptökum af því á samfélagsmiðlum.

Sýsluyfirvöld hafa árum saman staðið í bréfaskriftum við Karl þar sem þau hvöttu hann meðal annars til að losa sig við tígrisdýrin.

Karl telur hins vegar að hann þurfi ekki neitt sérstakt leyfi til að vera með tígrisdýr því þau hafi veitt honum tilfinningalegan stuðning og almenningi hafi ekki stafað nein ógn af þeim.

Hann segir einnig að sex af tígrisdýrunum hafi hann fengið frá Joe Exotic sem margir kannast eflaust við úr þáttaröðinni „Tiger King“ á Netflix. Hann afplánar nú 21 árs fangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvar er maðurinn sem fyrir mistök var sendur í vafasamt fangelsi í El Salvador og hvers vegna neitar Trump að koma honum aftur heim?

Hvar er maðurinn sem fyrir mistök var sendur í vafasamt fangelsi í El Salvador og hvers vegna neitar Trump að koma honum aftur heim?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum