Þetta kom í ljós þegar lögreglan gerði húsleit á veitingastaðnum nýlega. The Sun skýrir frá þessu og segir að á myndbandsupptökum sjáist pokar fullir af dauðum dúfum við hliðina á skálum, sem virðast fullar af djúpsteiktum dúfum sem voru tilbúnar til að vera bornar á borð fyrir viðskiptavini.
Lögreglan rannaska kjötið og fékkst þá staðfest að „endurnar“ voru dúfur af götum borgarinnar.
Átta frystar voru á veitingastaðnum. Í þeim fundust ómerktir og ódagsettir pakkar með kjöti og fiski.
Kakkalakkar voru á sveimi í eldhúsin og rottugildrur voru á gólfunum.
Kjöt hékk á snögum í fatahengi og engir hitamælar voru á geymslusvæði matvæla. Eldhúsáhöldin voru mörg hver ryðguð og skítug.