Politico skýrir frá þessu og segir að frönsk stjórnvöld ætli að þvinga klámsíður á borð við Pornhub, Redtube og YouPorn til að staðfesta aldur notenda.
Það verður ekki nóg að nota bara kassa þar sem notandinn krossar við að hann sé orðinn 18 ára. Það verður að sýna opinber skilríki, eða myndbandssjálfu, til að hleypa megi notandanum inn á síðuna.
Ef síðurnar framfylgja þessu ekki, þá verður einfaldlega lokað fyrir starfsemi þeirra í Frakklandi. Þetta gildir nú þegar um klámsíður skráðar í Frakklandi og utan ESB en frá og með 7. júní mun þetta einnig eiga við um klámsíður skráðar í ESB.