fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Pressan

Trump brjálaður eftir nýjasta þátt 60 Minutes og missti sig á samfélagsmiðlum

Pressan
Mánudaginn 14. apríl 2025 10:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum þegar honum mislíkar fréttaflutningur fjölmiðla. Hann verður eins seint kallaður aðdáandi fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes. Hann stendur meira að segja í málaferlum gegn sjónvarpsstöðinni CBS út af viðtali 60 Minutes við forsetaframbjóðanda demókrata, Kamala Harris, en Trump heldur því fram að fréttaskýringaþátturinn hafi viljandi reynt að ófrægja hann en á sama tíma fegra Harris til að reyna að hafa áhrif á kjósendur í aðdraganda forsetakosninganna á síðasta ári. Þessu heldur Trump fram þrátt fyrir að hann hafi unnið mjög öruggan sigur gegn Harris.

Þegar miðlar sem Trump mislíkar fjalla um hann með neikvæðum hætti vísar Trump gjarnan til þess að miðlarnir séu ómarktækir og segist ekki einu sinni fylgjast með þeim. Hann virðist þó enn fylgjast vel með 60 Minutes því eftir þáttinn í gær missti forsetinn sig á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, þar sem hann birti harðrorðar færslur um efnistök þáttarins.

60 Minutes fjölluðu annars vegar um stríðið í Úkraínu og hins vegar um ítrekaðar hótanir Trump um að innlima Grænland. Meðal annars ræddu þáttastjórnendur við Volodymyr Zelenskyy, forseta Úkraínu. Þar var rifjað upp að í kosningabaráttunni hafði Trump lofað því að binda endi á stríðið á fyrsta degi sínum í embætti. Það hafi ekki gengið eftir. Auk þess sé Trump nú farinn að saka Úkraínu um að bera ábyrgð á innrásinni. Zelenskyy var spurður um þennan viðsnúning forsetans sem og ásakanir Trump um að Zelenskyy sé einræðisherra.

„Ég trúi því að því miður sé rússneski áróðurinn að sigra í Bandaríkjunum,“ sagði Zelenskyy.

Hins vegar var fjallað um Grænland. Trump hafi ítrekað heitið því að innlima landið og ekki útilokað að beita til þess hervaldi. Þátturinn ræddi við Aqqaluk Lynge sem er kjörinn fulltrúi og öldungur inúíta. Hann sagði ummæli Bandaríkjaforseta vera ljót, allir Grænlendingar hafi tekið þetta til sín og séu ekki hrifnir.

Trump missti sig.

„Ég var að klára að horfa á 60 Minutes, falsfréttaþáttinn sem hneykslanlega bar ábyrgð á því að fjarlægja hræðileg og vanhæf svör misheppnaða forsetaframbjóðandans Kamala Harris í viðtali hjá 60 Minutes rétt fyrir kjördag, og þess í stað birtu þau algjörlega annað svar við allt annarri spurningu til að láta Kamalu líta út fyrir að tala í samhengi. Nú í kvöld í tveimur en mjög ónákvæmum frásögnum um „Trump“ eru þau enn við sama heygarðshornið. Fólkið á falsfréttastöðinni CBS fattar þetta bara ekki.“

Og hann hélt áfram. Hann sagði að í hverjum þætti fjalli 60 Minutes um hann sjálfan með niðrandi og meiðandi hætti, og það þrátt fyrir að hann hafi höfðað mál gegn þeim þar sem farið er fram á háar skaðabætur. Þátturinn í gær hafi þó tekið steininn úr.

„Þeir ættu að missa starfsréttindin,“ sagði Trump sem segir fréttaskýringaþáttinn ekkert annað en pólitískan áróður sem sé ætlað að ná höggi á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvar er maðurinn sem fyrir mistök var sendur í vafasamt fangelsi í El Salvador og hvers vegna neitar Trump að koma honum aftur heim?

Hvar er maðurinn sem fyrir mistök var sendur í vafasamt fangelsi í El Salvador og hvers vegna neitar Trump að koma honum aftur heim?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja