fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Pressan

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Pressan
Mánudaginn 14. apríl 2025 13:23

Josh Shapiro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem var handtekinn eftir að hann bar eld að heimili Josh Shapiro, ríkisstjóra Pennsylvaníu, aðfaranótt sunnudags hugðist ráðast á hann með hamri ef hann fyndi hann.

Maðurinn sem var handtekinn heitir Cody Balmer og er 38 ára. Hann er í haldi lögreglu og að sögn yfirvalda verður hann ákærður fyrir tilraun til manndráps, hryðjuverk, íkveikju og líkamsárás.

Shapiro var heima þegar Balmer bar að garði, en honum tókst að koma sér út ásamt eiginkonu sinni, fjórum börnum og hundi fjölskyldunnar.

Taliuð er að Balmer hafi stokkið yfir girðingu áður en hann braut sér leið inn í húsið þar sem hann kveikti í. „Hann var augljóslega með ákveðið plan,“ segir George Bivens, fulltrúi lögreglu, við bandaríska fjölmiðla.

Miklar skemmdir urðu á heimili ríkisstjórans þar sem eldurinn var fljótur að dreifa úr sér.

Balmer hefur áður komist í kast við lögin en hann var ákærður fyrir árið 2016 fyrir þjófnað og þá var hann ákærður fyrir líkamsárás árið 2023. Taka átti það mál fyrir á næstu dögum.

Móðir Balmer, Christie Balmer, segir í samtali við CBS að sonur hennar hafi glímt við geðræn vandamál og hann hafi hætt að taka lyf sín fyrir skemmstu. Hann hafi reynt að leita sér aðstoðar vegna heilsubrests en komið að lokuðum dyrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Útfararstjóri ákærður fyrir fjölda brota

Útfararstjóri ákærður fyrir fjölda brota