Aftonbladet skýrir frá þessu og segir að einmanaleiki hafi ekki bara áhrif á andlegt heilsufar, því hann getur einnig hafa alvarlegar líkamlegar afleiðingar, álíka og þær sem sjást hjá fólki sem reykir daglega.
Vísindamenn við Northwestern háskólann í Chicago hafa rannsakað hvernig einmanaleiki þróast í gegnum lífið. Þeir studdust við gögn úr níu mismunandi rannsóknum sem náðu til 128.000 manns frá 20 löndum.
Rannsóknin leiddi í ljós að einmanaleiki fylgir U-laga kúrfu, þar sem hann er mestur meðal ungs fólks og eldra fólks, á miðju lífsins er minnst um einmanaleika.
Rannsóknin, sem hefur verið birt í vísindaritinu Psychological Sciences, leiddi einnig í ljós að konur, tekjulágt fólk og fólk með litla menntun, var líklegra til að upplifa einmanaleika.
Eileen Graham, einn rannsóknarhöfunda, sagði að það geti dregið úr einmanaleika að „í miðju lífshlaupinu“ eigi fólk yfirleitt í meiri félagslegum samskiptum, bæði í vinnunni og í tengslum við börnin sín.