En hversu hollt er að borða banana daglega? Þessu svaraði Lauren Manaker, næringarfræðingur, að sögn Yahoo.
Meðalstór banani inniheldur um 105 hitaeiningar, 27 grömm af kolvetnum, 14 grömm af sykri, 5 grömm af trefjum og 422 mg af kalíum. Hann er einnig góð uppspretta C-vítamíns, B6-vítamíns, magnesíums og natríums.
Manaker sagði að talið sé að mjög margir borði ekki ráðlagðan dagsskammt af ávöxtum og grænmeti daglega. Það sé því góð venja að fá sér banana daglega, þannig komi maður ávexti inn í mataræði.
En bananar eru ekki nauðsynlega besti kosturinn fyrir alla. Manaker sagði að þeir henti ekki vel fyrir fólk sem er á lág-kalíum mataræði eða fólk sem glímir við of háan blóðsykur eftir máltíðir.
Manaker sagði að það sé líklega í lagi fyrir fólk að borða banana daglega en það sé þó háð heilsufari fólks og mataræði.
Almennt séð ráðleggur hún fólki að borða fjölbreyttan mat sem inniheldur mikið af grænmeti og ávöxtum.