fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Pressan

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 21:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa eflaust setið í myrkrinu, hátt yfir skýjunum og starað út um flugvélagluggann í von um að sjá nú stjörnurnar á næturhimninum vel. Þetta ættu að vera kjöraðstæður til þess, langt frá ljósmenguninni í bæjum og borgum og nær himninum en nokkru sinni áður. En af hverju er eins og stjörnurnar séu alltaf í felum þegar maður situr í flugvél.

Ethan Siegel, stjarneðlisfræðingur, útskýrði í Medium að það sé ljósið inni í flugvélinni sem sé skúrkurinn í þessu. Þrátt fyrir að maður sé kominn langt frá glóðinni og ljósmenguninni í bæjum og borgum, þá myndar hin daufa lýsing í farþegarýminu glampa í gluggunum. Glampinn kemur í veg fyrir að augun geti séð daufar stjörnurnar á himninum.

Hann líkir þessu við að vera heima hjá sér að nóttu til: „Ef þú ert með ljós kveikt inni en það er dimmt úti, þá getur fólkið úti séð allt sem þú gerir en þú sérð ekki mikið út.“

En það eru einnig aðrir þættir sem koma í veg fyrir að maður geti séð stjörnurnar út um flugvélagluggann.

Í fyrsta lagi er það ljósmengun frá jörðinni en hún getur teygt sig hátt upp í himininn. Þetta á sérstaklega við rétt eftir flugtak eða í lendingu. Þá er vélin svo nærri ljósunum að þau geta nánast gert þær ósýnilegar.

Svo er það tunglið. Fullt tungl getur drekkt ljósinu frá björtustu stjörnunum á himninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn
Pressan
Í gær

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú tyggjó? Eitt stykki getur innihaldið 250.000 stykki af örplasti

Notar þú tyggjó? Eitt stykki getur innihaldið 250.000 stykki af örplasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“

„Þegar þú situr fyrir framan skjá allan daginn þá verður þú kona. Rannsóknir hafa sýnt fram á þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás
Pressan
Fyrir 3 dögum

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum