Ethan Siegel, stjarneðlisfræðingur, útskýrði í Medium að það sé ljósið inni í flugvélinni sem sé skúrkurinn í þessu. Þrátt fyrir að maður sé kominn langt frá glóðinni og ljósmenguninni í bæjum og borgum, þá myndar hin daufa lýsing í farþegarýminu glampa í gluggunum. Glampinn kemur í veg fyrir að augun geti séð daufar stjörnurnar á himninum.
Hann líkir þessu við að vera heima hjá sér að nóttu til: „Ef þú ert með ljós kveikt inni en það er dimmt úti, þá getur fólkið úti séð allt sem þú gerir en þú sérð ekki mikið út.“
En það eru einnig aðrir þættir sem koma í veg fyrir að maður geti séð stjörnurnar út um flugvélagluggann.
Í fyrsta lagi er það ljósmengun frá jörðinni en hún getur teygt sig hátt upp í himininn. Þetta á sérstaklega við rétt eftir flugtak eða í lendingu. Þá er vélin svo nærri ljósunum að þau geta nánast gert þær ósýnilegar.
Svo er það tunglið. Fullt tungl getur drekkt ljósinu frá björtustu stjörnunum á himninum.