fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Pressan

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 14:30

Það má ekki geyma hakk of lengi í ísskáp. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nautahakk er eitthvað sem er gott og þægilegt að grípa til þegar kemur að því að elda kvöldmatinn. Það er hægt að nota það í svo marga mismunandi rétti, allt frá Tacos yfir í Sloppy Joe eða Chili Con Carne eða bara ofan á pítsu.

En ef þú sýnir mikla hagsýni og kaupir stóran pakka af hakki og steikir það síðan allt í einu, hversu lengi geymist það þá í ísskápnum?

Bandaríska matvælaeftirlitið, USDA, segir að steikt nautahakk endist í þrjá til fjóra daga í ísskáp, svo lengi sem hitastigið er ekki yfir fjórum gráðum.

Fjórar gráður er engin tilviljun því hitastigið á milli fjögurra og sextíu gráða er kallað „hættusvæðið“ því á þessu bili þrífast bakteríur á borð við salmonellu og listeríu best.

Þessar bakteríur gera matinn ekki endilega súran eða ljótan og það er ekki hægt að finna lykt af þeim, bragð né sjá þær. Klassíska „þefprófið“ virkar því ekki.

Ef nautahakkið hefur staðið í ísskápnum í fimm til sjö daga, þá skaltu ekki taka sénsinn á að borða það, það er ekkert grín að fá matareitrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu

Norðurkóreskir tölvuþrjótar reyna að fá vinnu í Evrópu
Pressan
Í gær

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja

Banna bandarískum ríkisstarfsmönnum í Kína að eiga í ástarsamböndum við Kínverja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enginn vildi eignast E.T.

Enginn vildi eignast E.T.