En ef þú sýnir mikla hagsýni og kaupir stóran pakka af hakki og steikir það síðan allt í einu, hversu lengi geymist það þá í ísskápnum?
Bandaríska matvælaeftirlitið, USDA, segir að steikt nautahakk endist í þrjá til fjóra daga í ísskáp, svo lengi sem hitastigið er ekki yfir fjórum gráðum.
Fjórar gráður er engin tilviljun því hitastigið á milli fjögurra og sextíu gráða er kallað „hættusvæðið“ því á þessu bili þrífast bakteríur á borð við salmonellu og listeríu best.
Þessar bakteríur gera matinn ekki endilega súran eða ljótan og það er ekki hægt að finna lykt af þeim, bragð né sjá þær. Klassíska „þefprófið“ virkar því ekki.
Ef nautahakkið hefur staðið í ísskápnum í fimm til sjö daga, þá skaltu ekki taka sénsinn á að borða það, það er ekkert grín að fá matareitrun.