En það er hægt að halda þeim fjarri með álpappír. Hann getur verið nýja leynivopnið þitt gegn skordýrum.
Ástæðan fyrir þessu er að mýflugur og önnur skordýr eru mjög næm fyrir birtu og flötum sem glampar á. Ef þú hengir álpappírsræmur upp hér og þar á pallinum eða svölunum, þá mun sólarljósið, sem speglast á álpappírnum, pirra skordýrin og halda þeim fjarri.
Það er líka hægt að krulla álpappír saman og setja þurrt lavendil eða sítrónugras inn í hann. Síðan er bara að gera lítil göt á álpappírinn og koma honum fyrir á góðum stöðum hér og þar í húsinu eða utan húss. Lyktin, sem síast út, fælir flugur á brott.
Er nokkuð annað að gera en prófa að nota álpappír í sumar til að berjast gegn lúsmýinu?