Þetta getur skipt miklu máli að sögn norska sérfræðingsins Anette Hansen, hjá Matprat. Í samtali við Dagbladet sagði hún að ostaskerinn geti verið sannkölluð bakteríusprengja.
„Þeim mun feitari og rjómakenndari osturinn er, þeim mun meiri leifar geta setið á ostaskeranum. Ef hann liggur lengi og í röku umhverfi, þá getur mygla myndast,“ sagði hún.
Hún ráðleggur fólki að þvo ostaskerann vel og vandlega með uppþvottalegi og heitu vatni eftir notkun og þurrka hann vel.