Nú eru tíu ár liðin frá þessum stóru innkaupum sem eru nú farin að skila góðri ávöxtun.
Fawcett á fyrirtækið Twisted Automotive sem sérhæfir sig að breyta og betrumbæta Land Rover Defenders af mikilli nákvæmni, næstum svo mikilli að líkja má henni við skurðaðgerð.
„Allir héldu að við værum klikkaðir en ég vissi að þetta var fjárfesting, ekki bara áhætta,“ sagði hann í samtali við LADbible.
Hann greiddi að meðaltali sem nemur 4 milljónum króna fyrir hvern bíl. Í dag selur hann þá á sem nemur allt að 60 milljónum króna.
En kaupendurnir fá að sögn mikið fyrir peninginn því Fawcett og samstarfsfólk hans eyða um 1.500 vinnustundum í hvern bíl áður en hann er seldur.
Nú eru aðeins 25 bílar eftir en salan á bílunum 225 skilaði sem nemur 8,5 milljörðum króna í kassann hjá Fawcett.