The Independent segir að indversk stjórnvöld hafi stækkað verndarsvæði tígrisdýra hratt á síðustu árum. Bara á síðustu fimm mánuðum hafa þrír nýir þjóðgarðar verið stofnaðir og eru þeir nú 58. Í þeim búa tæplega 4.000 tígrisdýr en til samanburðar má nefna að 2010 voru þau um 1.700.
Aðgerðum Indverja hefur almennt verið fagnað en sérfræðingar vara þó við því að verndun tígrisdýra feli ekki eingöngu í sér fjölgun dýra. Hafa þeir áhyggjur af fleiri árekstrum fólks og tígrisdýra en rúmlega 60 milljónir manna búa á svæðum sem skarast á við heimkynni tígrisdýra.