The Independent segir að hann sé ákærður fyrir að hafa komið í veg fyrir jarðsetningu í 30 tilfellum og fyrir 30 tilfelli svika í tengslum við að hann reyndi að hylma yfir af hverjum líkin, sem fundust í útfararstofunni, voru. Þess utan er hann ákærður fyrir nokkur önnur svik og að hafa tvisvar stolið frá góðgerðasamtökum.
Lögreglan segir henni hafi borist rúmlega 2.000 símhringingar frá almenningi í tengslum við rannsókn málsins. Flestir höfðu áhyggjur af ösku ástvina sinna.
Lögreglan segir að útilokað sé að bera kennsl á öskuna með DNA-rannsókn og það sé ljóst að þetta séu „hörmulegar fréttir fyrir fjölskyldur og ástvini“.