fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Pressan

Notar þú tyggjó? Eitt stykki getur innihaldið 250.000 stykki af örplasti

Pressan
Föstudaginn 11. apríl 2025 04:05

Tyggjó getur innihaldið mikið af örplasti. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 250.000 stykki af örplasti fundust í munnvatni manneskju sem hafði tuggið eitt tyggjó í klukkustund.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem var gerð undir stjórn vísindamanna við Queen‘s háskólann í Belfast, sem hefur verið birt í vísindaritinu „Journal of Hazardous Materials“.

Ekki er vitað hver langtímaáhrif örplasts eru á mannslíkamann en margir hafa áhyggjur af að þau séu ekki góð.

Örplast eru örlitlar agnir sem falla til þegar stórir plasthlutir brotna niður, til dæmis örtrefjar í fatnaði úr gerviefnum. Þessari örsmáu agnir geta brotnað niður í enn smærri agnir, nanóplast, sem fannst einnig í munnvatninu.

Dr Cuong Cao, sem vann að rannsókninni, segir að niðurstaðan sé enn eitt innleggið í „áhyggjur á heimsvísu“ um örplasts- og nanóplastmengun.

Hann segir einnig að rannsóknin kynni til sögunnar áhrifaríka og aðgengilega aðferð til að greina þetta plast og um leið afhjúpi hún hvernig plastið dreifist, til dæmis með tyggjói.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enginn vildi eignast E.T.

Enginn vildi eignast E.T.