Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem var gerð undir stjórn vísindamanna við Queen‘s háskólann í Belfast, sem hefur verið birt í vísindaritinu „Journal of Hazardous Materials“.
Ekki er vitað hver langtímaáhrif örplasts eru á mannslíkamann en margir hafa áhyggjur af að þau séu ekki góð.
Örplast eru örlitlar agnir sem falla til þegar stórir plasthlutir brotna niður, til dæmis örtrefjar í fatnaði úr gerviefnum. Þessari örsmáu agnir geta brotnað niður í enn smærri agnir, nanóplast, sem fannst einnig í munnvatninu.
Dr Cuong Cao, sem vann að rannsókninni, segir að niðurstaðan sé enn eitt innleggið í „áhyggjur á heimsvísu“ um örplasts- og nanóplastmengun.
Hann segir einnig að rannsóknin kynni til sögunnar áhrifaríka og aðgengilega aðferð til að greina þetta plast og um leið afhjúpi hún hvernig plastið dreifist, til dæmis með tyggjói.