Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá „Google Threat Intelligence Group (GTIG)“. Segja skýrsluhöfundar að bandarísk fyrirtæki séu aðalskotmörk norðurkóreskra njósnara en starfsemi þeirra teygi sig einnig um allan heim og sé ógn við alþjóðasamfélagið.
Nefnt er sem dæmdi að norðurkóreskur tölvuþrjótur hafi verið með að minnsta kosti tólf dulnefni í gangi í Bandaríkjunum og Evrópu og hafi aðallega reynt að fá störf í varnarmálageiranum og hjá opinberum stofnunum.
Hann skáldaði upp meðmæli, byggði upp ferilskrár hjá atvinnumiðlunum og notaði síðan upplogna einstaklinga til að gefa sér meðmæli.
Svipaða sögu er að segja af öðrum norðurkóreskum tölvuþrjótum sem leituðu að vinnu í Þýskalandi og Portúgal.