Nicholas Burn tilkynnti um bannið skömmu áður en hann lét af embætti sendiherra Bandaríkjanna í Kína í janúar. Það nær til diplómata, fjölskyldna þeirra og starfsfólks sem starfar hjá bandaríska sendiráðinu og á ræðismannsskrifstofum í Kína og Hong Kong.
The Independent segir að fjórir heimildarmenn hafi staðfest að bannið sé við lýði. Var það sett af ótta við njósnir, að Kínverjar myndu setja upp gildrur og ná þannig tökum á Bandaríkjamönnum.