Einn bæjarbúa segir að grafstæði tvíbura hans sé „týnt“ því sveitarfélagið viti ekki hvar þeir voru jarðsettir.
Metro hefur eftir bæjarfulltrúa að tvíburarnir hafi verið jarðsettir fyrir um tíu árum en þeir létust daginn eftir að þeir fæddust.
Faðir barnanna segir að sveitarfélagið hafi aldrei getað sagt honum hvar þau voru jarðsett.
Bæjarfulltrúinn segir að kona ein hafi pantað grafstæði fyrir foreldra sína fyrir rúmum átta árum. Nýlega hafi hún komist að því að búið var að jarðsetja konu í fráteknu grafstæðunum. Konan telur að ástæðan fyrir þessu sé að konan, sem var jarðsett, ber sama sjaldgæfa skírnarnafnið og hún.