Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað óvænt í gær að taka U-beyju í tollastríði sínu. Hann ákvað að fresta tollum ,sem hann hafði lagt á umfram 10%, í 90 daga til að gefa ríkjunum sem tollarnir beinast að tækifæri til að ganga að samningaborðinu við Bandaríkin. Eina landið sem frestunin nær ekki til er Kína en Trump ákvað þess í stað að hækka tolla gegn þeim upp í 125%.
Þessi viðsnúningur Trump kom mörgum á óvart. Tollarnir höfðu sett markaði í Bandaríkjunum og víðar í heiminum, í algjört uppnám. Hlutabréfaverð hrundi, vextir á ríkisskuldabréfum hækkuðu sem bentu til þess að fólk væri að losa sig við bréf, og margir sérfræðingar stigu fram og vöruðu við mögulegri kreppu. Eftir að Trump tilkynnti frestunina ruku hlutabréf aftur upp á gífurlegum hraða. Þetta hefur orðið til þess að Trump og ríkisstjórn hans eru nú sökuð um markaðmisnotkun. Sérstaklega í ljósi þess að rétt áður en Trump tilkynnti um 90-daga frestunina birti hann eftirfarandi færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social:
„ÞETTA ER FRÁBÆR TÍMI TIL AÐ KAUPA!!! DJT“
Öldungardeildarþingmaður demókrata, Adam Schiff, hefur nú kallað eftir því að þingið rannsaki hvort að Trump hafi verið að taka þátt í innherjaviðskiptum eða markaðsmisnotkun með þessu tollabraski sínu. „Ég mun gera mitt besta til að komast til botns í þessu,“ sagði Adam við TIME. Sem sagði að forsetinn og fjölskylda hans gætu vel hafa auðgast á þessum miklu sveiflum á hlutabréfamarkaðinum rétt eins og Trump og venslamenn hans auðguðust nýlega með því að setja í loftið svokallaðar meme-rafmyntir.
Trump og nánustu samstarfsmenn hans höfðu lýst því opinberlega yfir að tollunum yrði ekki frestað og þeir ekki teknir til baka. Til dæmis sagði viðskiptaráðherrann Howard Lutnick við CNN fyrir tæpri viku síðan: „Ég tel engar líkur á því að Trump forseti taki tollana sína til baka. Þetta snýst um að endurbyggja alþjóðleg viðskipti.“
Samskiptafulltrúi forsetaembættisins, Karoline Leavitt, sagði á mánudaginn að fréttir um mögulegan 90 daga frest væru falsfréttir.
Schiff vill vita hvaða aðilar innan ríkisstjórnarinnar vissu að Trump ætlaði að fresta tollunum og hvort þessir aðilar eða einhver tengdur þeim hafi keypt eða selt hlutabréf á þessum tíma og þar með hagnast á kostnað almennings.
BREAKING: I’m demanding answers from the White House and Office of Government Ethics about whether anyone in the Trump family or administration profited off of this tariff chaos through insider trading: pic.twitter.com/GkGl4XZ7NO
— Adam Schiff (@SenAdamSchiff) April 10, 2025
Aðrir demókratar hafa tekið í sama streng, sérstaklega eftir að nánustu bandamenn Trump stigu fram í gærkvöldi og í dag til að lýsa því yfir að Trump hafi ekki verið að gefa sig út af hörðum viðbrögðum við tollunum heldur hafi þetta verið planið frá upphafi.
„Ef þetta var planið, hvernig er það þá ekki markaðsmisnotkun?“ sagði þingmaðurinn Steven Horsford í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær. Hann spurði ennfremur: „Hver nýtur góðs af þessu? Hvaða milljarðamæringar voru núna að verða ríkari?“
Það bætti svo ekki úr skák þegar myndband fór í dreifingu þar sem Trump stendur í móttökuherbergi Hvíta hússins og bendir á auðuga bandamenn sína og lýsir hversu mikið þeir náðu að græða á hlutabréfaviðskiptum þann daginn.
Eins hefur fólk bent á að markaðurinn fór á hreyfingu upp á við áður en Trump-tilkynnti um hækkunina. Þetta gefi til kynna að ákveðinn hópur fjársterkra aðila hafi vitað hvað til stóð.
🚨 #BREAKINGNEWS Donald Trump is clearly admitting to market manipulation and redistribution of wealth. This is illegal as fuck. 🚨 pic.twitter.com/hELG6hoR6x
— Ford News (@FordJohnathan5) April 10, 2025
Trump posts THIS IS A GREAT TIME TO BUY!!!—then caves on tariffs hours later. Market surges. Middle-class investors who sold during the chaos lose big. Insiders win again. This is market manipulation to help his base profit. How is this legal or OK? pic.twitter.com/iXs92TRzS5
— Rep. Mike Levin (@RepMikeLevin) April 9, 2025
JUST NOW: Rep Steven Horsford GRILLS Jamieson Greer on Donald Trump’s tariff reversal: “Is this market manipulation? If it’s not market manipulation, what is it? Who’s benefiting? What billionaire just got richer?” pic.twitter.com/Wfx8VlLemu
— Marco Foster (@MarcoFoster_) April 9, 2025
Any member of Congress who purchased stocks in the last 48 hours should probably disclose that now.
I’ve been hearing some interesting chatter on the floor.
Disclosure deadline is May 15th. We’re about to learn a few things.
It’s time to ban insider trading in Congress. https://t.co/YBKMGbraAu
— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) April 10, 2025
People were informed about Trumps tariff announcement prior to his social media post or official announcement.
This is a clear case of insider fraud and market manipulation. pic.twitter.com/vvFDzE6qwu
— Anonymous (@YourAnonCentral) April 10, 2025
do I have this right? Donald Trump is just going to crash the world economy every three months — and then pretend to save it, over and over, while his cronies rake in untold billions on his shameless market manipulation, is that it? fucking hell
— Jeff Tiedrich (@itsJeffTiedrich) April 9, 2025