fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Pressan

Svona gæti verð á iPhone hækkað vegna tollastríðsins – Spá verulegum hækkunum

Pressan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 21:00

iPhone-símarnir gætu hækkað verulega í verði. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að tollastríð Bandaríkjanna og Kína mun hafa verulegar afleiðingar í för með sér og eitt skýrasta dæmið eru óhjákvæmilegar verðhækkanir á iPhone-snjallsímunum frá Apple.

Símarnir eru að stærstum hluta framleiddir í Kína en eins og kunnugt er hefur Trump tilkynnt um 104 prósenta toll á Kína. Þetta gerðist í kjölfar þess að Kína setti 34 prósenta toll á Bandaríkin. Til útskýringar snýst tollastríð um að lönd leggja aukaskatta, eða tolla, á vörur sem eru fluttar inn frá öðrum löndum. Ef til dæmis Bandaríkin leggja toll á hluti frá Kína (eða öfugt), þá hækkar framleiðslu- eða innflutningskostnaður þeirra vara.

Aðfangakeðja Apple vegna framleiðslu fyrirtækisins á iPhone er býsna flókin; skjárinn kemur frá Suður-Kóreu, örgjörvinn frá Taívan, myndavélin frá Japan og rafhlaðan frá Kína svo dæmi séu tekin. Og til að framleiða þessa hluti þarf til dæmis liþíum, blý og kóbalt.

Dan Ives, yfirmaður tæknirannsókna hjá fjármálaþjónustufyrirtækinu Wedbush Securities, segist í samtali við CNN hafa litla trú á því að tollastríðið leiði til þess að fjölmörg störf komi „heim til Bandaríkjanna“ eins og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur reynt að færa rök fyrir.

Telur Dan að iPhone-símar framleiddir í Bandaríkjunum gætu kostað meira en þrefalt núverandi verð sem er um þúsund dollarar. Til að hægt sé að færa framleiðsluna alfarið til Bandaríkjanna þurfi að endurskapa hið mjög svo flókna framleiðslukerfi sem þegar er til staðar í Asíu. Það eitt og sér gæti tekið mörg ár.

Hlutabréfaverð í Apple hefur lækkað skarpt eftir að Trump hóf tollastríðið, eða um 25% síðustu vikurnar. Birgðakeðja Apple er mjög háð Kína og Taívan og eru um 90% af iPhone-símum settir saman í Kína.

Í frétt CNN kemur fram að tæknigreiningaraðilar séu almennt sammála um að iPhone muni hækka í verði, en spurningin er bara hvað mikið. Þetta muni gerast þótt birgðakeðjan haldist óbreytt. Rosenblatt Securities, fjárfestingabanki í New York, heldur því til dæmis fram að iPhone gæti orðið 43% dýrari ef Apple ákveður að velta öllum aukakostnaði vegna tollanna á neytendur.

Í frétt Mail Online er til dæmis bent á að Bretland hafi ekki ákveðið að leggja hefndartolla á Bandaríkin en samt sem áður sé talið að verðhækkanir muni skila sér til Bretlands og annarra landa. Þannig sé talið ólíklegt að Tim Cook, forstjóri Apple, muni kæra sig um að hafa mismunandi verð í mismunandi löndum. Þannig muni hækkanir í Bandaríkjunum einnig skila sér til Bretlands og annarra landa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg

Trump sakaður um markaðsmisnotkun – Færsla hans á samfélagsmiðlum þótti sérlega grunsamleg
Pressan
Fyrir 3 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enginn vildi eignast E.T.

Enginn vildi eignast E.T.