Sjá einnig: Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið
Kínverskir netnotendur hafa keppst við að gera grín að tollastríði Bandaríkjanna, en eins og kunnugt er hafa Bandaríkin lagt yfir 100% toll á kínverskar vörur. Að sama skapi hafa Kínverjar hækkað tolla á bandarískar vörur stórlega.
Markmið Bandaríkjanna með þessum háu tollum er að hluta til að minnka viðskiptahallann, þar sem Bandaríkin flytja inn miklu meira en þau flytja út, en einnig að hvetja bandarísk fyrirtæki til að framleiða meira innanlands og þar með skapa störf í Bandaríkjunum.
Donald Trump hefur talað um að hann vilji framleiða meira í Bandaríkjunum, en á undanförnum áratugum hefur það færst í vöxt að vörur bandarískra fyrirtækja séu framleiddar í ódýrari löndum, Kína til dæmis. Á þetta til dæmis við um vörur frá Nike.
Myndbandið hér að neðan, sem búið er til með aðstoð gervigreindar, sýnir þá Trump og Musk sitja í verksmiðju Nike með öryggisgleraugu á nefinu þar sem þeir handleika skó og setja í þá reimar.
Hvort Trump og Musk muni einhvern tímann þurfa að taka að sér skóframleiðslu skal ósagt látið, en myndbandið hefur að minnsta kosti fengið einhverja til að brosa.