fbpx
Laugardagur 12.apríl 2025
Pressan

Borgaryfirvöld ráða verði til að stöðva brjóstakáf í miðborginni

Pressan
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 03:11

Molly Malone. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að ráða verði til að stöðva brjóstakáf í miðborg Dublin. Þar er stytta af Molly Malone, sem er þekkt þjóðsagnapersóna, sem margir finna sig knúna til að snerta brjóstin á.

Borgarstjórnin ákvað nýlega að ráða verði til að gæta styttunnar og þar með stöðva brjóstakáfið. Þetta var gert í kjölfar kvartana yfir því virðingarleysi sem fólk sýnir styttunni með brjóstakáfinu.

Brjóstin hafa verið snert svo oft að þau eru orðin upplituð og verða þau nú máluð.

The Independent segir að í tilkynningu frá borgaryfirvöldum komi fram að þeim hafi borist margar kvartanir vegna löngunar fólks til að káfa á brjóstum Molly Malone. Þar séu ferðamenn sérstaklega áberandi.  Einnig segir að borgaryfirvöld vilji ekki að fólk snerti listaverk, hvort sem þau eru innanhúss eða utanhúss, því það valdi skemmdum og kalli á kostnaðarsamar viðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi

Baðst afsökunar áður en hann var tekinn af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enginn vildi eignast E.T.

Enginn vildi eignast E.T.