Borgarstjórnin ákvað nýlega að ráða verði til að gæta styttunnar og þar með stöðva brjóstakáfið. Þetta var gert í kjölfar kvartana yfir því virðingarleysi sem fólk sýnir styttunni með brjóstakáfinu.
Brjóstin hafa verið snert svo oft að þau eru orðin upplituð og verða þau nú máluð.
The Independent segir að í tilkynningu frá borgaryfirvöldum komi fram að þeim hafi borist margar kvartanir vegna löngunar fólks til að káfa á brjóstum Molly Malone. Þar séu ferðamenn sérstaklega áberandi. Einnig segir að borgaryfirvöld vilji ekki að fólk snerti listaverk, hvort sem þau eru innanhúss eða utanhúss, því það valdi skemmdum og kalli á kostnaðarsamar viðgerðir.