Í síðustu viku var færsla birt á samfélagsmiðlinum X, þar sem því var haldið fram að þættirnir séu byggðir á „raunverulegum málum eins og máli Southport morðingjans“. Í færslunni er því síðan haldið fram að gerandinn í því máli sé svartur og að aðalpersónan í Adolescene sé hvít og þáttaröðin sé því nánast „áróður gegn hvítu fólki“.
Færslan vakti greinilega athygli Elon Musk, eiganda X, sem tjáði sig um hana og skrifaði „Vá“.
The Independent segir að þegar Jack Thorne, annar höfunda þáttaraðarinnar, var spurður út í þetta í hlaðvarpinu The News Agents, hafi hann sagt að það sé algjör lygi að höfundarnir hafi byggt þættina á raunverulegu máli og um leið hafi þeir breytt kynþætti gerandans. „Ekkert er fjær sannleikanum,“ sagði hann.
Hann benti einnig á að í þáttunum sé ekki verið að fjalla um kynþætti, það sé verið að fjalla um karlmennsku. „Við erum ekki að segja að þetta sé eitt eða annað, við erum að segja að þetta snýst um stráka,“ sagði hann einnig.