fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Pressan
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 06:00

Musk hefur skoðun á flestu, ef ekki öllu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þættirnir Adolescene hafa slegið í gegn á Netflix að undanförnu og vakið mikið umtal. Í þáttunum er fylgst með fjölskyldu 13 ára stráks sem er sakaður um hrottalegt morð á ungri stúlku.

Í síðustu viku var færsla birt á samfélagsmiðlinum X, þar sem því var haldið fram að þættirnir séu byggðir á „raunverulegum málum eins og máli Southport morðingjans“. Í færslunni er því síðan haldið fram að gerandinn í því máli sé svartur og að aðalpersónan í Adolescene sé hvít og þáttaröðin sé því nánast „áróður gegn hvítu fólki“.

Færslan vakti greinilega athygli Elon Musk, eiganda X, sem tjáði sig um hana og skrifaði „Vá“.

The Independent segir að þegar Jack Thorne, annar höfunda þáttaraðarinnar, var spurður út í þetta í hlaðvarpinu The News Agents, hafi hann sagt að það sé algjör lygi að höfundarnir hafi byggt þættina á raunverulegu máli og um leið hafi þeir breytt kynþætti gerandans. „Ekkert er fjær sannleikanum,“ sagði hann.

Hann benti einnig á að í þáttunum sé ekki verið að fjalla um kynþætti, það sé verið að fjalla um karlmennsku. „Við erum ekki að segja að þetta sé eitt eða annað, við erum að segja að þetta snýst um stráka,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði