Þetta kemur fram í grein lækna sem hefur verið birt í vísindaritinu British Journal of Obstetrics & Gynaecology.
Í greininni kemur fram að stúlkan hafi ekki verið með leggangaop en það mjög sjaldgæft að stúlkur fæðist án leggangaops.
Fræðilega séð ætti þetta að gera að verkum að stúlkan hefði ekki getað orðið barnshafandi nema með aðstoð tæknifrjóvgunar. Þetta gerir einnig að verkum að barnið gat ekki komið í heiminn í gegnum leggöngin og því varð að taka það með keisaraskurði. Aðgerðin gekk vel og hraustur drengur leit dagsins ljós.
Mirror segir að læknar hafi að vonum verið mjög undrandi yfir þessu öllu og átt erfitt með að skilja hvernig stúlkan varð barnshafandi.
Hún sagðist hafa tekið eftir breytingum á líkama sínum mánuðina áður en drengurinn kom í heiminn en þar sem hún hafi ekki verið með leggangaop og hafi ekki stundað kynlíf þar sem getnaðarlim var stungið inn í leggöngin, hafi nú talið útilokað að hún væri barnshafandi.
Læknarnir komust að því að níu mánuðum áður hafði hún komið á sjúkrahús eftir að hafa verið stungin í kviðinn. Það gerðist skömmu eftir að hún veitti manni munngælur. Hún trúði hjúkrunarfræðingi fyrir að fyrrum unnusti hennar hefði ráðist á hana með ofbeldi því hann hafi talið að hún hefði veitt öðrum manni munngælur.
Læknar komust að þeirri niðurstöðu að sæðið, sem hún kyngdi, hefði á einhvern hátt komist til kynfæranna í gegnum stungusárið og því hafi hún orðið barnshafandi. Þeir sögðu einnig að það styrkti þessa kenningu þeirra að drengurinn væri mjög líkur föður sínum.
Það gerir þetta mál enn undarlegra að magasýra er venjulega nægilega sterk til að geta drepið sæði fljótt og þar með gert það ófært um að frjóvga egg.