fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Pressan

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Pressan
Sunnudaginn 9. mars 2025 21:30

Mynd frá London. Colin / Wikimedia Commons / CC BY-SA-4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefnt er að því að leynigöng sem grafin voru undir London til að verja fólk fyrir loftárásum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni verði opnuð almenningi. Göngin eru um 30 metrum undir yfirborði jarðar.

Ætlunin er að búa göngin þannig að ferðamenn geti auðveldlega skoðað þau.

Greint er frá áformunum í tímariti Smithsonian-stofnunarinnar.

Stefnt er að því að opna göngin síðari hluta ársins 2027 eða fyrri hluta ársins 2028. Umfangsmiklar framkvæmdir standa fyrir dyrum í göngunum en þegar þau verða opnuð verður þar safn og minnismerki tileinkuð loftárásunum, listasafn og bar.

Alls ná göngin yfir um 26.200 fermetra svæði. Þeir sögulegu munir sem eru í göngunum verða varðveittir þar áfram. Á listasafninu verða mismundandi listasýningar hverju sinni en þar verður tæknin nýtt til að auka á upplifun gesta. Sýningartjöld, sýningarvélar, lyktir og hljóð verða nýtt í því skyni. Á barnum á að vera nægt rými til að nokkur hundruð manns geti verið þar í einu.

Framkvæmdirnar hefjast á síðari hluta næsta árs. Vonast er til að eftir að framkvæmdunum lýkur muni þrjár milljónir gesta heimsækja göngin árlega, svipað margir og greiða aðgangseyri til að sjá Tower of London en það er mest sótti ferðamannastaður Bretlands þar sem greiða þarf aðgangseyri.

Aldrei notuð

Göngin voru grafin á árunum 1941-1942. Þau eru staðsett undir miðborg London á milli High Holborn og Chancery Lane.

Raunin varð þó sú að þegar greftrinum var lokið voru loftárásir Þjóðverja á borgina að mestu leyti yfirstaðnar. Því voru göngin í raun aldrei notuð í þeim tilgangi sem þau voru ætluð upphaflega.

Göngin voru hins vegar nýtt sem skrifstofur leyniþjónustustofnunarinnar Special Operations Executive (SOE) sem sett var á fót sérstaklega vegna stríðsins og lögð niður að því loknu. Helsta hlutverk hennar var að sinna njósnum í þeim löndum Evrópu sem höfðu verið hernumin af Þjóðverjum. Þar að auki vann stofnunin að skemmdarverkum sem beindust að þýska hernámsliðinu og aðstoðaði andspyrnuhópa.

Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar var rekin símstöð í göngunum en þá voru nýttar símalínur sem lagðar höfðu verið þangað í stríðinu.

Göngin hafa nánast ekkert verið nýtt síðan á níunda áratug síðustu aldar.

Hinn ástralski kaupsýslumaður Angus Murray keypti göngin árið 2023 og stendur fyrir umræddum framkvæmdum. Hann segist heillaður af sögu ganganna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkisstjórinn í Alabama felldi dauðadóm úr gildi – Hefur aldrei áður gert það

Ríkisstjórinn í Alabama felldi dauðadóm úr gildi – Hefur aldrei áður gert það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að tveir menn voru hýddir fyrir að vera samkynhneigðir

Mikil reiði eftir að tveir menn voru hýddir fyrir að vera samkynhneigðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump sagður ætla að reka 240 þúsund Úkraínumenn úr landi

Trump sagður ætla að reka 240 þúsund Úkraínumenn úr landi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump setur afarkosti: „Annars er þessu LOKIÐ fyrir ykkur“

Trump setur afarkosti: „Annars er þessu LOKIÐ fyrir ykkur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bill Murray úthúðaði einum frægasta blaðamanni heims

Bill Murray úthúðaði einum frægasta blaðamanni heims