Metro skýrir frá þessu og segir að þar með sé ekki allt upp talið því tveir aðrir starfsmenn bankans hafi samþykkt millifærsluna á þessari stjarnfræðilega háu upphæð en hún nemur tuttugufaldri landsframleiðslu Bretlands. Upphæðin var því send af stað viðskiptavinarins næsta morgun.
Það var síðan fjórði starfsmaður bankans sem kom auga á vandann þegar hann sá að staða reikninga bankans var ansi neikvæð þennan morgun. Hann náði að afturkalla millifærsluna áður en peningarnir höfðu náð „áfangastað“.
Þegar upp var staðið þá slapp bankinn með skrekkinn því peningarnir komust ekki alla leið til viðskiptavinarins og má þar þakka snarræði fjórða bankastarfsmannsins. Financial Times segir að bankinn hafi tilkynnt bandaríska seðlabankanum og eftirlitsstofnunum um málið.