Sharía dómstóll í Aceh í Indónesíu fann mennina seka um að vera samkynhneigðir og dæmdi þá til opinberrar hýðingar. Eldri maðurinn var dæmdur til að þola 85 högg en sá yngri 80. Munurinn liggur í að eldri maðurinn var talinn hafa átt upptökin að kynferðislegu athæfi þeirra.
Tugir manna fylgdust með þegar mennirnir, sem eru 18 og 24 ára, voru hýddir í almenningsgarði.
Þetta var í fjórða sinn sem opinber hýðing fór fram í Ache eftir lagabreytingu 2006 þar sem sharíalög voru innleidd.
Mannréttindasamtök hafa brugðist illa við málinu, þar á meðal Amnesty International sem segir refsinguna vera „hryllilega mismunun“. Aldrei eigi að refsa fullorðnu fólki fyrir kynlífsathafnir ef viðkomandi hafi veitt samþykki sitt.