238.800 börn fæddust í landinu á síðasta ári eða 8.300 fleiri en árið áður. The Independent skýrir frá þessu og segir að frjósemi suðurkóreskra kvenna mælist nú vera 0,75 en var 0,72 á síðasta ári. Þetta þýðir að hver kona eignast að meðaltali 0,75 börn á lífsleiðinni.
Choi Yoon Kyung, sérfræðingur hjá barnamálefnastofnun landsins, sagði óhætt að segja að þetta sé góð þróun en það þurfi að sjá þróunina á næstu árum til að sjá hvort þetta hafi aðeins verið tímabundin þróun eða hvort meira búi að baki.
Park Hyun Jung, hjá hagstofu landsins, sagði að stofnunin telji að rekja megi fjölgun fæðinga til fjölgunar giftinga para sem hafi frestað því að ganga í hjónaband á meðan heimsfaraldur kórónuveirunnar gekk yfir. Hún sagði að önnur ástæða væri vaxandi fjöldi fólks sem er að komast á fertugsaldur. Hún sagði einnig að könnun, sem var gerð á vegum yfirvalda, hafi sýnt smávegis aukningu í hópi ungs fólks sem vonast til að eignast börn eftir að hafa gengið í hjónaband.