Þetta hefur Reuters eftir ónafngreindum hátt settum embættismanni og þremur heimildarmönnum sem eru kunnugir málinu.
Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu snemma árs 2002 tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Úkraínumenn gætu fengið sérstaka, tímabundna vernd í Bandaríkjunum. Talið er að um 240 þúsund Úkraínumenn njóti þessarar verndar í Bandaríkjunum, bæði einstaklingar sem flúðu eftir innrásina og einstaklingar sem þegar voru í landinu þegar innrásin hófst.
Í frétt Reuters kemur fram að svo gæti farið að Trump nái þessu í gegn fljótlega, jafnvel strax í apríl.
Þá kemur fram að umtalaður fundur Volodomír Selenskíj Úkraínuforseta og Donald Trump á dögunum hafi ekkert með þessa ákvörðun að gera.
Segir í frétt Reuters að bandarísk stjórnvöld hafi hafið undirbúning á þessu áður en að fundinum kom og tengist hertum aðgerðum bandarískra stjórnvalda í innflytjendamálum. Í frétt Reuters er þess að lokum getið að talsmaður Hvíta hússins gæti engar upplýsingar veitt um málið.