fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Pressan

Ökumaður dæmdur í 48 ára fangelsi eftir skelfilegt slys

Pressan
Fimmtudaginn 6. mars 2025 17:30

Lincoln Smith verður væntanlega í fangelsi það sem hann á eftir ólifað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lincoln Smith, 54 ára Bandaríkjamaður, hefur verið dæmdur í 48 ára fangelsi fyrir að verða sjö einstaklingum að bana í skelfilegu umferðarslysi í maí 2023.

Smith þessi var ökumaður bifreiðar sem ók aftan á lítinn sendibíl sem í voru ellefu verkamenn. Sjö þeirra létust en bifreið þeirra var kyrrstæð við I-5 þjóðveginum skammt frá Albany í Oregon.

Smith var sakfelldur í febrúarmánuði en fangelsisrefsing var kveðin upp í gær.

Í frétt CNN kemur fram að Smith hafi verið sýknaður af ákæru um akstur undir áhrifum fíkniefna, en leyfar af metamfetamíni, fentanýli og morfíni fundust í blóði hans.

Smith sagðist hafa sofnað undir stýri með fyrrgreindum afleiðingum og lýsti hann mikilli iðrun í réttarhöldunum. Þau sem létust í slysinu voru fimm karlar og tvær konur á aldrinum 30 til 58 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Alisson verðlaunaður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Macron opnar á sameiginlega evrópska kjarnorkuvopnafælingu – „Ég er reiðubúinn til að ræða það“

Macron opnar á sameiginlega evrópska kjarnorkuvopnafælingu – „Ég er reiðubúinn til að ræða það“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessar matvörur geta skemmt hjartað

Þessar matvörur geta skemmt hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur