Þeir stálu þessu frá rafmyntamarkaðnum Bybit nýlega. Þetta er tvöfalt hærri upphæð en þeim tókst að stela allt síðasta ár. Þetta er mat TRM Labs.
„Við höfum aldrei áður séð neitt af þessari stærðargráðu,“ sagði Nick Carlsen, fyrrum greinandi hjá FBI og núverandi starfsmaður TRM Labs, í samtali við CNN. Hann sagði það mikið áhyggjuefni hversu færir norðurkóresku hakkararnir séu í að stela svona háum fjárhæðum.
TRM Labs telur þetta stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar.
Suðurkóresk yfirvöld segja að stór hluti af peningunum verði notaður í kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.