Eitt fyrsta verk Trump, þegar hann tók við lyklavöldunum í Hvíta húsinu í janúar, var að náða þá sem tóku þátt í árásinni á þinghúsið. En fyrir marga var þetta ekki nóg, nú vilja þeir ná fram hefndum. Þeir viljaekki láta sér nægja að hafa verið náðaðir vegna árásarinnar og vilja ná fram hefndum gegn þeim sem stóðu hinum megin í sögunni.
Nýlega voru nöfn að minnsta kosti 124 saksóknara, dómara og FBI-manna birt á X. Allt átti þetta fólk það sameiginlegt að hafa tekið þátt í rannsókn eða saksókn í málum þeirra sem voru sakfelldir fyrir þátttöku í árásinni á þinghúsið. Wall Street Journal skýrir frá þessu.