fbpx
Fimmtudagur 06.mars 2025
Pressan

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett selur og selur hlutabréf og enginn veit af hverju

Pressan
Miðvikudaginn 5. mars 2025 11:30

Warren Buffett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett og fjárfestingarfyrirtæki hans Berkshire Hathaway hafa selt meira úr hlutabréfasafni sínu en keypt hefur verið níu ársfjórðunga í röð. Nú er svo komið að lausafjárstaða fyrirtækisins hljóðar upp á 334 milljarða dollara.

Þetta er auðvitað ótrúlega mikið lausafé og meira að segja Jóakim Aðalönd ætti erfitt með að koma þessu fyrir í peningageymslunni sinni.

Buffett, sem er meðal þeirra fjárfesta sem bestum árangri hafa náð í gegnum tíðina, er þekktur fyrir að vita sínu viti þegar kemur að fjárfestingum og því má telja víst að hér sé um einhverja stóra áætlun að ræða hjá honum en hver hún er, það veit líklega enginn nema hann.

NBC News segir að Buffett hafi selt mjög hratt úr eignasafninu á síðustu ársfjórðungum og það sé mjög athyglisvert. Fjárfestar líta á þetta sem einhverskonar varnarstöðu hjá honum því lausafé getur ekki skilað ávöxtun eins og hlutabréf.

Þessi stefna er sérstaklega athyglisverð í ljósi þess mikill uppgangur hefur verið á hlutabréfamarkaði síðustu misserin.

Í árlegu fréttabréfi sínu sagði Buffett að það sé ekki ætlunin að Berkshire eigi meira af hlutabréfum en lausafé. Hann skrifaði einnig að megnið af eignum Berkshire verði áfram í hlutabréfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi

Vita hver birti svakalegt myndband af Trump og Musk – Hefur afleiðingar fyrir viðkomandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy Jr dregur í land og segir að mislingafaraldurinn sé „forgangsverkefni“

Kennedy Jr dregur í land og segir að mislingafaraldurinn sé „forgangsverkefni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn