Mörg þúsund nasistar sluppu við refsingu með því að flýja til Suður-Ameríku. Allar götur síðan hefur fólk velt fyrir sér hverjir hjálpuðu þessum handlöngurum Hitlers frá Evrópu og hver hélt verndarhendi yfir þeim í Suður-Ameríku?
En nú gæti verið komið að því að sannleikurinn komi í ljós. Milei lofað mannréttindasamtökum gyðinga, Simon Wiesenthal Center (SWC), nýlega að þau fái fullan aðgang að argentínskum skjalasöfnum. The Times of Israel skýrir frá þessu.
Ekki er vitað með vissu hversu margir nasistar náðu að flýja frá Evrópu í stríðslok en talað hefur verið um allt að 10.000 í þessu samhengi. Þeir flúðu eftir svokölluðum „rottuleiðum“ sem voru flóttaleiðir frá heimsálfunni sem nasistar höfðu lagt í rúst.
SWC vonast einmitt til að finna nýjar upplýsingar um þessar „rottuleiðir“ í argentínskum skjalasöfnum.
Þessar flóttaleiðir voru meðal annars fjármagnaðar af kaþólskum prestum, sem studdu málstað nasista, sem veittu nasistum húsaskjól í klaustrum og fölsuðu ferðaskilríki fyrir þá.