Miklar vangaveltur fóru á flug á samfélagsmiðlum þegar fólk sá marblettinn og snerust þær um heilsufar forsetans sem er orðinn 78 ára.
Sky News segir að Trump hafi einnig verið með stóran marblett á hægri höndinni í ágúst og nóvember á síðasta ári.
Trump hefur ekki enn opinberað heilsufarsskýrslu sína eins og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni síðasta haust.
Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, var ekki lengi að koma með skýringu á marblettinum. „Trump er maður fólksins og hann hittir fleiri Bandaríkjamenn og tekur í hendur þeirra daglega en nokkur annar Bandaríkjaforseti hefur gert,“ sagði hún.
En margir samfélagsmiðlanotendur voru þó annarrar skoðunar og einn benti til dæmis á að gamalt fólk fái frekar marbletti en ungt fólk og því gætu ýmsar ástæður verið fyrir marblettinum.
Annar sagði þetta augljóslega vera mar eftir blóðtöku eða eitthvað álíka.