fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Pressan

Vangaveltur um heilsufar Trumps út af stórum marbletti á hönd hans

Pressan
Þriðjudaginn 4. mars 2025 04:12

Marbletturinn á hönd Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Donald Trump tók á móti Emmanuel Macron, Frakklandforseta, í Hvíta húsinu í síðustu viku vakti það töluverða athygli að Trump var með stóran marblett á hægri höndinni.

Miklar vangaveltur fóru á flug á samfélagsmiðlum þegar fólk sá marblettinn og snerust þær um heilsufar forsetans sem er orðinn 78 ára.

Sky News segir að Trump hafi einnig verið með stóran marblett á hægri höndinni í ágúst og nóvember á síðasta ári.

Trump hefur ekki enn opinberað heilsufarsskýrslu sína eins og hann lofaði að gera í kosningabaráttunni síðasta haust.

Karoline Leavitt, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, var ekki lengi að koma með skýringu á marblettinum. „Trump er maður fólksins og hann hittir fleiri Bandaríkjamenn og tekur í hendur þeirra daglega en nokkur annar Bandaríkjaforseti hefur gert,“ sagði hún.

En margir samfélagsmiðlanotendur voru þó annarrar skoðunar og einn benti til dæmis á að gamalt fólk fái frekar marbletti en ungt fólk og því gætu ýmsar ástæður verið fyrir marblettinum.

Annar sagði þetta augljóslega vera mar eftir blóðtöku eða eitthvað álíka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stækkar typpið allt lífið? – Svarið er uppörvandi en um leið svolítið dapurlegt

Stækkar typpið allt lífið? – Svarið er uppörvandi en um leið svolítið dapurlegt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar matvörur geta skemmt hjartað

Þessar matvörur geta skemmt hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbauð auglýsingaflóðið í bíóinu og fór í mál

Ofbauð auglýsingaflóðið í bíóinu og fór í mál
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kaupir klám á OnlyFans og felur fyrir konunni – „Er þetta fjárhagslegt framhjáhald?“

Kaupir klám á OnlyFans og felur fyrir konunni – „Er þetta fjárhagslegt framhjáhald?“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjölskylduharmleikur – Sonurinn sem nágrannarnir vissu ekki af myrti fjölskyldu sína árla morguns

Fjölskylduharmleikur – Sonurinn sem nágrannarnir vissu ekki af myrti fjölskyldu sína árla morguns
Pressan
Fyrir 1 viku

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína