fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Pressan

Þrír bræður fóru til föður síns og sneru aldrei til baka – Snara, minnismiði og biblía fannst á heimili hans

Pressan
Þriðjudaginn 4. mars 2025 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðast sást til bræðranna Andrew, níu ára, Alexander, sjö ára, og Tanner Skelton, fimm ára, í nóvember 2010. Bræðurnir fóru til föður síns á þakkargjörðarhátíðinni og var faðir þeirra, John Skelton dæmdur í fangelsi fyrir að skila drengjunum ekki til móður þeirra.

Móðir drengjanna, Tanya Zuvers, telur að þeir hafi verið myrtir af föður sínum. Hann hefur þó aldrei verið ákærður í tengslum við dauða drengjanna.

Nú liggur það hjá dómstól í Michigan að ákveða hvort lýsa eigi bræðurna látna eftir að hafa verið horfnir í 15 ár.

Móðir drengjanna hafði óskað eftir skilnaði á þeim tíma sem bræðurnir hurfu. Þar sem liðin er meira en áratugur síðan síðast spurðist til þeirra lagði hún fram í skjöl í desember 2023 þar sem hún fór fram á að dómstóll lýsi syni hennar látna.  Mánudaginn 3. mars síðastliðinn lýstu rannsakendur því yfir fyrir dómi að engin merki væru um að drengirnir væru enn á lífi.

Í nóvember 2010, þegar bræðurnir skiluðu sér ekki aftur heim til móður sinnar daginn eftir þakkargjörðarhátíðina, rakti lögreglan síma föður þeirra til Ohio klukkan fjögur að morgni og aftur í Michigan eftir klukkan sex að morgni. Við húsleit á heimili Skelton sama dag gerði lögreglan ógnvekjandi uppgötvun, en hann var á sjúkrahúsi vegna ökklameiðsla.

Innan um sóðaskapinn á heimili hans fann lögreglan snöru hangandi af annarri hæð, opna biblíu þar sem hringur hafði verið dreginn um vers og minnismiða, að því er virðist fyrir Zuvers, sem á stóð: „Þú munt hata mig að eilífu og ég veit þetta,“ er haft eftir Corey Burras alríkislögreglumanni (FBI).

Þegar prestur í kirkjunni sem Skelton sótti gekk á hann með hvar synir hans væru, svaraði Skelton: „Ég sendi þá heim.“ Orð sem Burras telur gefa í skyn að Skelton hafi myrt syni sína.

„Ég er viss um að þeir séu látnir,“ sagði Larry Weeks, sem var lögreglustjóri í Morenci árið 2010, fyrir rétti á mánudag.

Móðir drengjanna sagðist einnig trúa því að Skelton hefði myrt þá.

Svona er talið að bræðurnir líti út í dag ef þeir eru enn á lífi

Rannsókn málsins leiddi í ljós að Skeltin hafði leitað á netinu að leiðbeiningum um hvernig á að brjóta háls, sagði Weeks.   Hann fullyrti ennfremur að Skelton hefði logið til um dvalarstað bræðranna og sett fram rangar fullyrðingar um að þeir hefðu verið afhentir fólki til að tryggja öryggi þeirra.  Móðir bræðranna heldur því einnig fram að faðir þeirra hafi „haldið því fram að drengirnir myndu leggjast í dvala þar til þeir útskrifast.“  Zuvers sagði fyrir rétti á mánudag að yfirlýsing um að synir hennar væru látnir myndi leyfa henni að votta sonum sínum virðingu og setja dagsetningu á legstein þeirra. 

„Vegna þess að pabbi þeirra sýndi þeim enga virðingu,“ sagði hún. „Vegna þess að allir ástríkir feður hefðu ekki gert það sem hann gerði og ég skulda þeim virðingu. Ég tók þessa ákvörðun eftir mikla umhugsun og umræður við fjölskyldu mína og vini. Þetta var ekki létt ákvörðun að taka. Ekkert foreldri vill missa barn, en að þurfa að láta dómstóla grípa inn í og ​​lýsa það látið er bara óskiljanlegt.“ 

John Skelton

Skelton hefur ekki verið ákærður í tengslum við dauða drengjann,  hann var sakfelldur og dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir að hafa ekki skilað drengjunum til móður þeirra.

Á mánudag kom hann fyrir dómstól í gegnum fjarfundarbúnað og var ósamvinnufús.

„Það hafa allir fengið lögfræðinga, nema ég. Ég er beittur órétti. Allt sem ég segi mun ekki skipta máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki
Pressan
Fyrir 1 viku

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk
Pressan
Fyrir 1 viku

„Flugan“ handtekinn eftir níu mánuði á flótta

„Flugan“ handtekinn eftir níu mánuði á flótta