fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Pressan

Myrti sex ára bandarísk-palenstínskan dreng – Sakfelldur fyrir hatursglæp

Pressan
Þriðjudaginn 4. mars 2025 22:00

Wadee al Fayoume. Mynd:CAIR National

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn sex ára Wadee al Fayoume lést á sjúkrahúsi í Illinois í Bandaríkjunum í október 2023 eftir að hann hafði verið stunginn margoft með „herhníf“. Móðir hans slasaðist alvarlega í atlögunni. Árásarmaðurinn var fundinn sekur um hatursglæp í síðustu viku.

Ráðist var á mæðginin þann 16. október 2023. Wadee var stunginn 26 sinnum. Saksóknari sagði fyrir dómi að hatur á múslímum hafi verið ástæða árásarinnar.

Sky News segir að það hafi verið hinn 73 ára Joseph Czuba sem réðst á mæðginin. Árásin átti sér stað 9 dögum eftir hina blóðugu hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael.

Mæðginin leigðu íbúð hjá Czuba. Hann réðst á þau með hníf með 18 cm löngu blaði og stakk þau bæði ítrekað. Hanan, móðir Wadee, sagði fyrir dómi að Czuba hafi sagt við hana: „Þú ert múslimi og verður að deyja.“

Mary Connor, fyrrum eiginkona Czuba, bar fyrir dómi að vikurnar fyrir árásina hafi Czuba fyllst sífellt meiri heift vegna stríðsins á milli Ísrael og Hamas. Áður en Hamas gerði hryðjuverkaárásina höfðu hjónin átt gott samband við mæðginin og sagði Connor að þau hafi litið á Hanan sem vin og góðan leigjanda.

Í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar sagði Connor að Czuba hafi sagt við hana að hana að Hanan og Wadee þyrftu að flytja því vinir hennar gætu komið og unnið þeim mein.

Hún sagðist hafa sagt við hann að þau ættu þá að segja henni upp leigunni í samræmi við leigusamninginn þannig að hún hefði 30 daga til að flytja.

Hún sagði að Czuba hafi einnig rætt um yfirvofandi „árás“ og hafi tekið 1.000 dollara út úr banka af ótta við að bandaríska bankakerfið myndi hrynja.

Czuba neitaði sök en það tók kviðdóm aðeins klukkustund að komast að niðurstöðu um að hann væri sekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki
Pressan
Fyrir 1 viku

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk
Pressan
Fyrir 1 viku

„Flugan“ handtekinn eftir níu mánuði á flótta

„Flugan“ handtekinn eftir níu mánuði á flótta