fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Pressan

Forstjóri segist alltaf spyrja þessara spurninga í atvinnuviðtali – Mikilvægari en ferilskrá

Pressan
Þriðjudaginn 4. mars 2025 18:30

Hann spyr ákveðinna spurninga. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að Chris Hyams, forstjóri fyrirtækisins Indeed, beiti óvenjulegri aðferð þegar kemur að atvinnuviðtölum.

Áður en það kemur að honum hafa aðrir stjórnendur fyrirtækisins yfirleitt lagt mat á reynslu og getu umsækjendanna. Þetta veitir Hyams, sem hefur verið forstjóri Indeed síðan 2019, tækifæri til að spyrja óvenjulegra og persónulegra spurninga.

„Þetta er gaman, þeim mun oftar sem ég geri þetta, þeim mun sjaldnar leita ég að sérstakri þekkingu eða reynslu. Það mikilvægasta er forvitni og aðlögunarhæfni, ekki endilega það sem þú hefur gert áður,“ segir hann að sögn CNBC.

Til að kanna hvort fólk búi yfir þessum eiginleikum, spyr hann alltaf tveggja spurninga:

  1. „Hvað ert þú rosalega forvitin(n) um?“ Eða „Hverju hefur þú sérstaklega mikinn áhuga á?“
  2. „Segðu mér sögu af einu skipti þar sem þú varst örugg(ur) um eitthvað og komst að því að þú hafðir algjörlega rangt fyrir þér.“

Svörin þurfa ekki að vera starfstengd. „Í raun hef ég meiri áhuga ef þau snúast ekki um vinnu,“ segir Hyams.

„Ef þú getur talað um bakstur súrdeigsbrauðs í 45 mínútur og 57 mismunandi uppskriftir, sem þú hefur prófað, tilraunir með hita og vökva . . . Þegar fólk býr yfir svo mikilli forvitni, snýst þetta bara um hverju það getur fallið fyrir,“ segir hann einnig.

Hann notar sömu aðferð til að finna starfsfólk sem getur breytt um stefnu þegar eitthvað mistekst og getur játað mistök sín. „Þeir, sem gera aldrei mistök eða játa það aldrei, verða erfiðir að vinna með af því að allir gera mistök á einhverjum tímapunkti,“ segir Hyams.

Hann notast einnig við eina reglu enn en það er að hann skoðar ekki ferilskrá umsækjenda áður en hann ræðir við þá. Hann segist gera þetta til að geta myndað sér sína eigin skoðun á þeim út frá því hvað þeir sýna honum. Að það sem hann sér á pappír, hafi ekki áhrif á hann og skoðanamyndun hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir

Þetta hatar kötturinn þinn að þú gerir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni

Fær bætur vegna þess að kvikmyndahús „sóaði tíma hans“ með því að sýna auglýsingar á undan kvikmyndinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur

Frábær aðferð til að þrífa ofnskúffur og grindur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki

Hjón í óþægilegri stöðu í löngu flugi – Sátu við hliðina á líki
Pressan
Fyrir 1 viku

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk

Rúmlega 150.000 Kanadabúar hafa skrifað undir sérstaka kröfu varðandi Elon Musk
Pressan
Fyrir 1 viku

„Flugan“ handtekinn eftir níu mánuði á flótta

„Flugan“ handtekinn eftir níu mánuði á flótta