fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Pressan

12 ára stúlka á gjörgæslu eftir að hafa veipað í tvö ár

Pressan
Þriðjudaginn 4. mars 2025 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ára taílensk stúlka liggur á gjörgæsludeild sjúkrahúss þar í landi vegna mikilla skemmda á lungum. Hún er sögð hafa veipað síðustu tvö árin og drukkið mikið af kratom drykkjum en áhrifum þeirra er líkt við áhrif ópíóíða.

The Independent segir að fjölskylda stúlkunnar hafi ekki vitað af því að hún væri farin að veipa og drekka kratom drykki. Það var ekki fyrr en skóli stúlkunnar tilkynnti þeim þetta að þau komust að þessu.

Amma stúlkunnar sagði að hegðun hennar hafi byrjað að breytast þegar hún byrjaði í fjórða bekk. Hún hafi verið góður námsmaður en hafi tekið sífellt minni þátt í heimilisstörfum og oft farið að heiman undir því yfirskini að hún væri að fara að læra með vinum sínum.

Þegar hún fór að eiga erfitt með andardrátt, var máttfarin og kastaði mikið upp var hún lögð inn á sjúkrahús. Eftir rannsóknir sögðu læknar að lungu hennar væru svo illa farin vegna veipsins að hún þyrfti að vera í öndunarvél.

Þrír aðrir nemendur úr skóla hennar, úr fimmta, sjötta og áttunda bekk, voru einnig lagðir inn á sjúkrahús vegna öndunarörðugleika og annarra einkenna sem tengjast veipi og neyslu Kratom.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vann 280 milljónir á skafmiða fyrir mistök

Vann 280 milljónir á skafmiða fyrir mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stækkar typpið allt lífið? – Svarið er uppörvandi en um leið svolítið dapurlegt

Stækkar typpið allt lífið? – Svarið er uppörvandi en um leið svolítið dapurlegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum

„Samfaradagar“ geta aukið framleiðnina á vinnustöðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu

Ráðgátan um draugaflugvélina – Flaug í tvær klukkustundir á sjálfsstýringu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Látinn laus eftir að hafa setið saklaus í fangelsi í 30 ár – Fagnaði „frelsis-föstudegi“

Látinn laus eftir að hafa setið saklaus í fangelsi í 30 ár – Fagnaði „frelsis-föstudegi“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kaupir klám á OnlyFans og felur fyrir konunni – „Er þetta fjárhagslegt framhjáhald?“

Kaupir klám á OnlyFans og felur fyrir konunni – „Er þetta fjárhagslegt framhjáhald?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun
Pressan
Fyrir 1 viku

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra