Hann segir að þriðja heimsstyrjöldin muni brjótast út og verði upphaf hennar „skemmdarverk og blendingshernaður“ en slíkir atburðir hafa nú þegar átt sér stað í Evrópu í tengslum við innrás Rússa í Úkraínu.
Þessi sjálfútnefndi spámaður hefur, að eigin sögn, áður spáð fyrir heimsfaraldri kórónuveirunnar, andláti Elísabetar II Bretadrottningar og innrás Rússa í Úkraínu.
Hann segir að „varhugavert geopólitískt mynstur“ hafi hreiðrað um sig á síðustu mánuðum. Hann segist sjá „hættulega alheims krísu“ og hvetur fólk til að „taka eftir merkjunum“. Mirror skýrir frá þessu.