En nú geturðu tekið gleði þína því niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við University of Virginia sýna að þetta snýst ekki um hvað þú borðar, heldur hver þú ert. Sem sagt, erfðir þínar eru kannski það sem eyðileggur tilraunir þínar til að léttast.
Á fimm árum fylgdust vísindamennirnir með músum sem þeir gáfu fjórar mismunandi tegundir af mat – Miðjarðarhafsmataræðið, gamaldags bandarískt skyndibitafæði, vegan og grænmetisfæði.
Mýsnar fengu alltaf sama magn af hitaeiningum, prótíni, fitu og kolvetnum, óháð hvaða fæði þær voru á.
Rannsóknin leiddi í ljós að sumar mýs fitnuðu óháð því hvað þær borðuðu. Aðrar voru grannar, meira að segja þrátt fyrir að þær borðuðu óhollasta matinn.
„Við héldum að þær myndu allar bregðast næstum eins við mataræðinu en það gerðu þær alls ekki,“ segja vísindamennirnir um niðurstöðurnar og bættu við: „Erfðamengið hafði meiri áhrif en mataræðið.“
Þetta þýðir einfaldlega að þú getur borðað eins og næringarfræðingur en samt sem áður ekki náð sama árangri og vinkona þín sem lifir á lofti og lakkrís.