fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Pressan

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Pressan
Sunnudaginn 30. mars 2025 21:30

Svarthol.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstaða nýrrar rannsóknar á 236 vetrarbrautum styður kenninguna um að heimurinn okkar sé hugsanlega inni í svartholi.

Vísindamenn við Kansas State University notuðu gögn frá James Webb geimsjónaukanum við rannsóknina. Gögnin sýndu að meirihluti vetrarbrautanna snýst í sömu átt. Það er á skjön við fyrri hugmyndir um að heimurinn okkar sé samsæta en það þýðir að jafn margar vetrarbrautir ættu að snúast í hvora átt.

„Það er ekki ljóst hvað veldur þessu en tvær skýringar koma helst til greina,“ sagði Lior Shamir, einn höfunda rannsóknarinnar, að sögn The Independent.

Önnur er að alheimurinn hafi myndast með snúningi. Sú skýring passar við kenningar um að alheimurinn okkar sé inni í svartholi. Þessar kenningar fela í sér að Vetrarbrautin og allar aðrar vetrarbrautir í hinum sjáanlega alheimi séu inni í svartholi sem myndaðist í öðrum og miklu stærri alheimi.

Þetta gengur á skjön við margar kenningar um alheiminn, þar á meðal þá að hann hafi myndast í Miklahvelli. Um leið opnar þetta á möguleikann að svarthol í alheiminum okkar geti verið mörkin að öðrum alheimum. Ef svo er, þá bendir það til þess að margir alheimar séu til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Í gær

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar