Fornleifafræðingar tilkynntu um þessa merku uppgötvun en um einfalt „X“ er að ræða sem hefur verið rist á stein. Steinristan fannst við uppgröft í Cota Correa í Las Shapas í Marbella.
Áður höfðu sum af elstu steinverkfærunum, sem fundist hafa í Evrópu, fundist á þessum stað.
Steinblokkin, sem „X“ er rist á fannst 2022. Ristan staðfestir að fólk var í suðurhluta Spánar snemma á Mið-Steinöld. Aldrei fyrr hafa fundist ummerki um tilvist fólks á þessu svæði á þessum tíma.
The Independent segir að vísindamenn telji að ristan geti einnig verið sú elsta sem vitað er um að menn hafi gert.